Grunur um manndráp í sumarhúsi

Maðurinn var úrskurðaður látinn skömmu eftir komu viðbragðsaðila.
Maðurinn var úrskurðaður látinn skömmu eftir komu viðbragðsaðila. Ljósmynd/Colourbox

Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú mögulegt manndráp í sumarhúsi í uppsveitum Árnessýslu í dag.

Skömmu fyrir klukkan 14 í dag var lögreglu tilkynnt um meðvitundarlausan karlmann í sumarhúsi í uppsveitum Árnessýslu, að því er segir í tilkynningu lögreglu.

Fjórir handteknir 

Maðurinn var úrskurðaður látinn skömmu eftir komu viðbragðsaðila. Hann var á fertugsaldri.

Lögreglan hefur handtekið fjóra vegna málsins á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Rannsókn málsins er á frumstigi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert