Komin með nokkuð góða mynd af því sem gerðist

Maður á fertugsaldri var úrskurðaður látinn skömmu eftir komu viðbragðsaðila …
Maður á fertugsaldri var úrskurðaður látinn skömmu eftir komu viðbragðsaðila á vettvang. mbl.is/Sigurður Sigurgeirsson

Tveir litháskir karlmenn sitja enn í gæsluvarðhaldi vegna gruns um manndráp í sumarhúsi í uppsveitum Árnessýslu þann 20. apríl.

Gæsluvarðhaldið yfir mönnunum tveimur rennur út á fimmtudaginn en maður á fertugsaldri var úrskurðaður látinn skömmu eftir komu viðbragðsaðila á vettvang.

Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir við mbl.is að rannsókn málsins sé í fullum gangi en ekki liggi fyrir ákvörðun um hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur. 

Hann segir að lögreglan sé komin með nokkuð góða mynd af því sem gerðist í sumarhúsinu en það er rannsakað sem manndrápamál. Upphaflega voru fjórir menn handteknir en tveimur var síðar sleppt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert