Skrifar undir lífstíðarsamning

Jesus Navas og forseti Sevilla
Jesus Navas og forseti Sevilla Ljósmynd/heimasíða Sevilla

Spænski knattspyrnumaðurinn Jesus Navas framlengdi samning sinn við Sevilla í dag til áramóta og staðfesti að hann muni hætta knattspyrnuiðkun þegar samningurinn rennur út en hann mun fá starf hjá félaginu í kjölfarið.

Navas, sem er goðsögn í hvíta og rauða hluta Andalúsíu, var talinn ætla að yfirgefa félagið í sumar en forseti Sevilla, Jose Maria del Nido Carrasco, tilkynnti að Navas yrði boðinn lífstíðarsamningur.

„Ég býð honum lífstíðarsamning svo að Jesus geti spilað eins lengi og hann vill fyrir okkur og síðan starfa fyrir félagið við það sem hann kýs“. Sagði forsetinn.

„Mér myndi aldrei detta það til hugar, hvorki sem manneskju, stuðningsmanni Sevilla, né forseta að fara gegn mestu goðsögn félagsins“.

Navas hefur leikið 668 leiki fyrir Sevilla frá árinu 2004. Navas spilaði fyrir Manchester City frá 2013-2017 þegar hann sneri aftur heim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert