5-6 milljónir bara fyrir mig

Evrópuævintýri Valsmanna hefur verið dýrt.
Evrópuævintýri Valsmanna hefur verið dýrt. mbl.is/Óttar

„Við erum duglegir að halda fjáraflanir og erum í þessu allir saman,“ sagði Agnar Smári Jónsson leikmaður Vals í samtali við mbl.is. Hann og liðsfélagar hans hafa staðið í ströngu á tímabilinu og tekið þátt í sjö umferðum í Evrópubikarnum í handbolta sem kostar sitt.

„Það er mikill dugnaður í okkur og þannig gengur þetta upp. Ég var að reikna þetta gróflega og ferðakostnaðurinn, bara fyrir mig fyrir þessar sjö ferðir, er um 5-6 milljónir,“ sagði Agnar og hélt áfram:

„Þá er ég að tala um hótel, flug og uppihald. Þetta er helvíti dýrt. Þetta er alvöru ástríða. Ég er ekki í þessu fyrir peninga heldur til að upplifa og hafa gaman. Þetta er líf mitt.“

Agnar Smári Jónsson í leik gegn Metaloplastika frá Serbíu.
Agnar Smári Jónsson í leik gegn Metaloplastika frá Serbíu. Ljósmynd/Aleksandar Djorovic
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert