Alexander Petersson: Ég segi ekki neitt

Alexander Petersson með verðlaunagripinn.
Alexander Petersson með verðlaunagripinn. mbl.is/Jóhann Ingi

„Þetta er tilfinning sem maður gleymir aldrei,“ sagði Alexander Petersson í sam­tali við mbl.is eft­ir að Val­ur varð Evr­ópu­bikar­meist­ari í hand­bolta karla með sigri á Olymp­iacos í víta­keppni í Aþenu í kvöld. 

Er Val­ur fyrsta ís­lenska liðið sem vinn­ur Evr­ópu­titil. Val­ur vann fyrri leik­inn á heima­velli 30:26. Loka­töl­urn­ar í kvöld urðu 31:27 og réðust úr­slit­in því í víta­keppni þar sem Val­ur vann 5:4.

Alexander, sem er þaulreyndur landsliðsmaður, segir þetta ekki gerast oft í lífinu. 

„Þetta gerist ekki oft í lífinu. Sögulegt, gerist ekki betra.

Þetta var erfitt en frábært. Við vorum komnir sjö mörkum undir og við vorum klárir í að klára þetta.“

„Strákarnir trúa á verkefnið og sig. Trúðu að þeir myndu ekki tapa með meira en fjórum. Trúin og karakterinn í þessu liði er frábær,“ bætti Alexander við. 

Alexander er 43 ára gamall en vildi lítið tjá sig um hvort þetta yrði hans síðasti leikur.

„Ég segi ekki neitt, fyrst fagna ég þessu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert