Stoltur af syninum sem valdi Ísland

Alexander Petersson og sonur hans hafa báðir klæðst íslensku landsliðstreyjunni.
Alexander Petersson og sonur hans hafa báðir klæðst íslensku landsliðstreyjunni. mbl.is/

Alexander Petersson vann marga stóra sigra með íslenska landsliðinu í handbolta eins og eiginkona hans Eivor Pála Blöndal. Sonur þeirra hinn tvítugi Lúkas J. Blöndal Petersson er hins vegar í U21 árs landsliðinu í fótbolta og samningsbundinn Hoffenheim í Þýskalandi.

„Ég er mjög stoltur pabbi og við erum stolt fjölskylda,“ sagði Alexander í samtali við mbl.is um hvernig væri að sjá frumburðinn í íslensku landsliðstreyjunni.

„Mér finnst gott að hann valdi Ísland. Hann er fæddur og uppalinn í Þýskalandi. Hann hefur líka fyrst og fremst æft í Þýskalandi. Honum finnst samt skemmtilegra á Íslandi og hann hefur alltaf sagt að hann sé Íslendingur.

Hann spilaði líka handbolta en við vorum ekki á réttum stað. Fótboltinn var mjög stór þar sem við bjuggum á meðan handboltaliðið var ekki skemmtilegt,“ sagði Alexander.

Lúkas Blöndal Petersson á æfingu U21 árs landsliðsins.
Lúkas Blöndal Petersson á æfingu U21 árs landsliðsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert