Manchester United sparkað úr Evrópudeildinni?

Manchester United gæti þurft að keppa í Sambandsdeildinni á næsta …
Manchester United gæti þurft að keppa í Sambandsdeildinni á næsta tímabili AFP/JUSTIN TALLIS

Manchester United tryggði sér sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta þegar liðið vann Manchester City í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á laugardaginn. Liðið gæti þó verið fellt niður í Sambandsdeildina.

Jim Ratcliffe á 27% hlut í Manchester United í gegnum fyrirtæki sitt INEOS og stefnir á að auka hlut sinn enn frekar. Vandamálið er að INEOS er einnig eigandi franska liðsins Nice sem hafnaði í fimmta sæti 1. deildarinnar þar í landi og tekur þar af leiðandi þátt í Evrópudeildinni á næsta keppnistímabili.

Fari eignarhald INEOS yfir 30%, eins og stefnt er að, brýtur það í bága við lög evrópska knattspyrnusambandsins UEFA, sem heimilar ekki að félög með sama eignarhald keppi í sömu Evrópukeppninni.

Þar sem Manchester United lenti í 8. sæti í Englandi er talið líklegra að Nice haldi sæti sínu í Evrópudeildinni og Rauðu djöflarnir fari í Sambandsdeild Evrópu. INEOS gaf út að félagið væri í samskiptum við UEFA og leiti lausna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert