Fjórir leikir í lokaumferð á Englandi sýndir beint á mbl.is

Jóhann Berg Guðmundsson kveður Burnley eftir leikinn gegn Nottingham Forest …
Jóhann Berg Guðmundsson kveður Burnley eftir leikinn gegn Nottingham Forest í dag. AFP/Darren Staples

Fjórir leikir í 38. og síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu sem leikin er í dag eru sýndir beint á mbl.is og hefjast klukkan 15.00.

Útsendingin hefst klukkan 14.00 með upphitun á Símanum Sport og eru leikirnir sýndir á sérvefnum Enski boltinn hér á mbl.is. Flautað er til leiks klukkan 15.

Leikirnir eru eftirtaldir:

Brentford - Newcastle
Crystal Palace - Aston Villa
Burnley - Nottingham Forest
Luton - Fulham

Smelltu hér til þess að horfa á leikina fjóra í beinni útsendingu á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert