Bretar leggja til að ríki á hamfarasvæðum í Asíu fái greiðslufrest

Frá bænum Galle á Sri Lanka, en hann varð illa …
Frá bænum Galle á Sri Lanka, en hann varð illa úti í hamförunum á annan dag jóla. AP

Bretar lögðu í dag til að G-8 ríkin, helstu iðnríki heims, veittu „þegar í stað greiðslufrest“ vegna erlendra lána ríkja í Asíu sem urðu illa úti í jarðskjálftum og flóðum á annan í jólum. „Það sem við leggjum til er að greiðslufrestur verði þegar veittur í ríkjum sem urðu fyrir hamförunum,“ sagði Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC.

„Í framhaldinu myndu menn svo greina skuldastöðu ríkjanna og hugsanlega afskrifa einhverjar skuldir,“ sagði Brown og bætti við að á sama tíma væri nauðsynlegt að tryggja að peningar bærust til þeirra svæða og fólks sem væri verst statt eftir hamfarirnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert