Engir Íslendingar á sjúkrahúsum í Phuket

Mark Viravan ræðismaður Íslands á Puket flugvelli en hann sá …
Mark Viravan ræðismaður Íslands á Puket flugvelli en hann sá um að láta afferma Loftleiðavélina mbl.is/Sverrir

Mark Viravan, vararæðismaður Íslands í Taílandi, heimsótti hamfaraslóðir á Phuket-eyju í gær. Hann fór m.a. á sjúkrahús þar sem dvelja 4-5 þúsund manns og fullvissaði sig um að þar væru engir Íslendingar.

Viravan heimsótti einnig Phang-Nga-svæðið á meginlandinu, sem varð verst úti, og telur að mun fleiri hafi farist þar en taílensk stjórnvöld hafa áætlað opinberlega.

Þota Loftleiða Icelandic lenti í gær á Phuket-eyju. Flutti vélin m.a. níu tonn af vatni og teppi til hjálparstarfsins. Áætlað var að hún flygi með 200 sænska ferðamenn í nótt til Stokkhólms.

Vísbendingar þykja komnar fram um að fimm Íslendingar sem leitað hefur verið að í Taílandi séu ekki í hættu. Utanríkisráðuneytið mun þó ekki taka fólkið af lista yfir týnda, né heldur fimm manna fjölskyldu sem talið er að hafi farið til Balí, fyrr en náðst hefur samband við fólkið.

Friðrik Árnason prentsmiður og fjölskylda eru enn ásamt fleiri Íslendingum á Phuket-eyju. Þau voru ekki farin á ströndina morguninn sem flóðið kom og kann það að hafa orðið þeim til bjargar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert