Stefna á að opna hótelið árið 2026

Íslandshótel undirritaði á dögunum viljayfirlýsingu um rekstur fjögurra stjörnu hótels við hlið Skógarbaðanna í Eyjafirði.

Davíð segir að um sé að ræða spennandi verkefni fyrir félagið og að undirbúningurinn hafi gengið vel.

„Við erum að vinna þetta verkefni með hjónunum Finni og Sigríði sem reka Skógarböðin og það hefur gengið gríðarlega vel. Það hefur verið mikill vöxtur hjá þeim."

Opna nýtt hótel 2026

Davíð bætir við að Íslandshótel hafi lengi horft til að byggja upp starfsemi á Akureyri.

„Þegar þetta tækifæri kom sáum við strax möguleikana í því. Við vildum að þetta væri hluti af okkar stækkunaráformum. Þetta verður flott hótel með spa-aðstöðu. Síðan verður beintenging við lónið og fleira spennandi. Við hlökkum til þessarar vegferðar og stefnum á að opna þetta nýja hótel 2026. Síðan er mikil uppbygging fram undan hjá okkur,” segir Davíð Torfi.

Áskrifendur geta séð þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.

Á nýju hóteli Íslandshótela við Skógarböðin er gert ráð fyrir …
Á nýju hóteli Íslandshótela við Skógarböðin er gert ráð fyrir 120 herbergjum, en miðað er við að hótelið opni á vormánuðum 2026. Teikning/Basalt arkitektar
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK