Fjármálastjóri Play hættir

Ólafur Þór Jóhannesson framkvæmdastjóri fjármálasviðs flugfélagsins Play ætlar að láta …
Ólafur Þór Jóhannesson framkvæmdastjóri fjármálasviðs flugfélagsins Play ætlar að láta af störfum hjá flugfélaginu.

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs flugfélagsins Play, ætlar að láta af störfum hjá flugfélaginu. 

Lætur hann af störfum að eigin ósk að því er fram kemur í tilkynningu Play til Kauphallar. 

Ólafur mun áfram sinna stöðu framkvæmdastjóra fjármálasviðs þar til eftirmaður hans tekur við. Ólafur var ráðinn til Play í október árið 2022 og tók þá við af Þóru Eggertsdóttur.

„Ólafur hefur reynst góður liðsmaður á þeim tíma sem hann hefur verið hjá félaginu. Hann var lykilmaður í gegnum mikilvæga fjármögnunarlotu félagsins á fyrsta ársfjórðungi og kveður nú félagið í góðri stöðu til framtíðar. Ég þakka Ólafi fyrir farsælt samstarf og óska honum velfarnaðar í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur,“ er haft eftir Einari Erni Ólafssyni, forstjóra Play.

„Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að vera hluti af stórskemmtilegri Play vegferð. Eftir farsæla fjármögnunarlotu tel ég réttan tímapunkt fyrir mig persónulega að stíga til hliðar og snúa mér að öðrum viðfangsefnum. Ég vil nota tækifærið og óska Play og starfsfólkinu alls hins besta og hlakka til að fylgjast með því vaxa og dafna í framtíðinni,“ er haft eftir Ólafi Þór.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK