Aukin eftirspurn eftir hollum skólamáltíðum

Jón Axelsson hóf störf sem framkvæmdastjóri Skólamatar 2008 .
Jón Axelsson hóf störf sem framkvæmdastjóri Skólamatar 2008 . Eggert Jóhannesson

Skólamatur ehf. er með þúsundir nemenda og starfsfólks í 95 leik- og grunnskólum í mat á hverjum degi og leggur því, að sögn Jóns Axelssonar framkvæmdastjóra, mikla áherslu á að hráefni sé gott og samsetning uppskrifta vel gerð og í samræmi við ráðleggingar Landlæknis. Hollusta matarins skiptir fyrirtækið miklu máli en ekki síður að nemendum og starfsfólki líki maturinn vel.

Jón er jafnframt einn eigenda veitingafyrirtækisins Skólamatar ehf. í Reykjanesbæ. Hjá fyrirtækinu eru 205 starfsmenn við að útbúa máltíðir á hverjum degi fyrir 15 þúsund nemendur og starfsfólk í leik- og grunnskólum á suðvesturhorni landsins. Starfsemin fer fram í 2.500 fermetra miðlægu framleiðslueldhúsi í Reykjanesbæ þar sem samtals eru útbúnar 30 matareiningar á hverjum degi.

Ekki skilað tapi

Að sögn Jóns hefur fyrirtækið ekki skilað tapi síðan það færði reksturinn yfir í skólamáltíðir og það hefur vaxið um 8-10% að meðaltali á ári í 25 ár.

Jón segir fyrirtækið finna fyrir að sveitarfélög horfi í auknum mæli til þjónustu þess.

„Eftirspurnin er að aukast og við finnum fyrir því bæði í fyrirspurnum og tengslum okkar við markaðinn. Það er vegna gæða þjónustunnar sem við veitum og það léttir einnig álag á skólastjórnendur að geta útvistað henni.“

Nánar er rætt við Jón í ítarlegu viðtali í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK