Syndis stofnar félag um Aftra

Frá vinstri: Sindri, Björn og Stefanía.
Frá vinstri: Sindri, Björn og Stefanía. Ljósmynd/Aðsend

Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur stofnað nýtt félag um hugbúnaðarlausnina Aftra.

Aftra er lausn sem kortleggur stafrænt fótspor fyrirtækja til þess að koma auga á hugsanlega veikleika sem hakkarar gætu nýtt sér.

Björn Orri Guðmundsson er framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Sindri Guðmundsson er tæknisstjóri og Stefanía Berndsen sölu- og markaðsstjóri.

„Aftra byggir á aðferðarfræði hakkara og býður upp á ytri og innri veikleikaskönnun, vef-veikleikaskönnun og sjálfvirka árásarflataruppgötvun. Markmið lausnarinnar er að hjálpa stjórnendum að skilja og taka aukna ábyrgð á netöryggi sinna fyrirtækja. Stjórnendur fá aðgang að einföldu mælaborði sem gefur þeim öryggiseinkunn út frá þeim veikleikum sem kunna að finnast,” segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK