Svíar óska eftir frekari aðstoð Íslendinga

Íslenska flugvélin kom til Bankok í morgun.
Íslenska flugvélin kom til Bankok í morgun. mbl.is/Sverrir

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur orðið við beiðni sænskra yfirvalda um frekari aðstoð við að koma slösuðum Svíum frá hamfarasvæðunum í Asíu. Fer flugvél Loftleiða sem er í Tælandi því tvær ferðir með Svía til sinna heima í stað einnar.

Boeing 757-200 þota Loftleiða er væntanleg til Svíþjóðar frá Tælandi annað kvöld. Heldur hún á ný áleiðis til Tælands á miðvikudagsmorgun án millilendingar á Íslandi. Fyrirséð er að sem næst óbreytt lækna-, hjúkrunarfræðinga- og björgunarsveitarteymi aðstoði hina slösuðu í þessari viðbótarferð, samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert