Norrænir forsætisráðherrar í Taílandi

AP

Þeir Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs og Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands, komu til Taílands í morgun til að þakka Taílendingum aðstoð við norræna borgara eftir náttúruhamfarirnar 26. desember og kynna sér ástandið á hamfarasvæðunum. Forsætisráðherrarnir áttu fund með Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra Taílands, á flugvellinum í Bankok við komuna þangað í morgun en þeir eru nú á leið til Phuket í suðurhluta Taílands þar sem flóðbylgjan olli einna mestu tjóni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert