Byssumanna enn leitað

Ofbeldi tengt eiturlyfjasölu er tiltölulega algengt í Sevran.
Ofbeldi tengt eiturlyfjasölu er tiltölulega algengt í Sevran. AFP

Lögreglan í París leitar enn árásarmanna eftir að þrír féllu í skotárásum í hverfinu Sevran um helgina. Árásirnar eru taldar tengjast fíkniefnasmygli.

Þetta segir heimildarmaður úr röðum lögreglunnar í samtali við AFP.

Tveir menn voru skotnir til bana í úthverfi norðaustur af París í gærkvöldi, tæpum 48 klukkustundum eftir að annar var skotin til bana í nágrenninu.

Ofbeldi sem tengist sölu fíkniefna er tiltölulega algengt í Sevran, sem er talin vera miðstöð fíkniefnasölu í Frakklandi, og þáverandi borgarstjóri krafðist þess árið 2011 að friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna yrðu sendir í hverfið.

Skildu eftir sig sjálfvirkt vopn

Fórnarlömb skotárásarinnar á sunnudag voru á aldrinum 35 og 31 árs og kunnug lögreglunni í tengslum við ofbeldisglæpi og fíkniefnasmygl, samkvæmt heimildum AFP.

Einn var skotinn í höfuðið, tveir grunaðir flúðu á hlaupum en skildu eftir sig sjálfvirkt vopn og 18 skothylki. Annar maðurinn var skotinn sex sinnum.

Í fyrri skotárásinni féll 28 ára karlmaður í nærliggjandi húsnæði snemma á laugardag, en þrír aðrir særðust. Bæjarstjórinn segir bæinn harmi sleginn eftir árásirnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert