Skotinn mörgum sinnum og í lífshættu

Robert Fico.
Robert Fico. AFP

Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, er í lífshættu eftir að hafa verið skotinn margsinnis að loknum ríkisstjórnarfundi eftir hádegi í dag.

Frá þessu greinir skrifstofa forsætisráðherrans í tilkynningu rétt í þessu.

Hætt við flutning til Bratislava

Er hann sagður hafa verið skotinn margsinnis og að verið sé að flytja hann með þyrlu til borgarinnar Banská Bystrica, nærri borginni Handlová þar sem honum var sýnt banatilræðið.

Af því má ráða að hætt hafi verið við að flytja hann alla leið til höfuðborgarinnar Bratislava, til aðhlynningar þar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert