Forsætisráðherra Slóvakíu skotinn

Robert Fico á fundi í apríl.
Robert Fico á fundi í apríl. AFP

Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, var skotinn nú fyrir stundu að loknum fundi ríkisstjórnar hans í bænum Handlová í miðhluta landsins.

Forsætisráðherrann er særður, að því er BBC greinir frá. Hefur hann verið fluttur á sjúkrahús.

Nokkur skot heyrðust að sögn blaðamanna á vettvangi. Árásarmaðurinn er sagður í haldi lögreglu.

Fréttastofan TASR segir Fico hafa verið skotinn fyrir utan byggingu í Handlová, þar sem ríkisstjórnin hafði komið saman til fundar.

Forsetinn í algjöru áfalli

Fico tók við völdum í Slóvakíu eftir kosningar í september og hefur leitt samsteypustjórn popúlista og þjóðernissinna.

Myndskeið í dreifingu á samfélagsmiðlum sýnir frá því þegar nokkrir menn hópast að grunuðum árásarmanni fyrir utan menningarmiðstöð borgarinnar.

Fráfarandi forseti landsins, Zuzana Caputova, kveðst í algjöru áfalli eftir hrottafengnu árásina á forsætisráðherrann. Óskar hún honum styrks og skjóts bata.

Uppfært:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert