Fluttur með þyrlu til Bratislava

Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu. Mynd úr safni.
Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu. Mynd úr safni. AFP

Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, sem skotinn var og særður í borginni Handlová eftir hádegi í dag, er á leið til höfuðborgarinnar Bratislava með þyrlu.

Frá þessu greinir forstjóri sjúkrahússins í Handlová í samtali við fréttastofu AFP.

„Fico var færður inn á sjúkrahúsið okkar og hlúð að honum á æðaskurðlækningastofunni okkar,“ segir forstjórinn Marta Eckhardtova.

„Forsætisráðherrann var síðar fluttur frá sjúkrahúsinu okkar. Hann er á leið til Bratislava.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert