Rússar leggja hald á bankaeignir

Yfirvöld í Rússlandi munu leggja hald á 239 milljóna evra …
Yfirvöld í Rússlandi munu leggja hald á 239 milljóna evra eigur Deutsche Bank þar í landi. AFP/Nicolas Maeterlinck

Dómstóll í Rússlandi hefur fyrirskipað eignarnám á eigur bankanna Deutsche Bank og UniCredit sem eftir eru í landinu. 

Bankarnir hafa að mestu leyti fært starfsemi sína og eigur frá Rússlandi.

Milljarði króna í eignarnám

Eigur Deutsche Bank, sem yfirvöld í Rússlandi munu leggja hald á, nema um 239 milljónum evra (360 milljörðum króna) og eigur UniCredit um 463 milljónum evra (697 milljörðum króna). 

Fyrirskipunin kemur í kjölfar lögsóknar rússneska fyrirtækisins RusKhimAlians sem ætlaði sér að byggja, í samstarfi við þýska fyrirtækið Linde, verksmiðju til að vinna úr gasi. Linde sagði sig frá framkvæmdunum eftir að Rússland hóf innrás sína í Úkraínu. 

RusKhimAlians lögsótti fyrir vikið UniCredit og Deutsche Bank sem voru ábyrgðarmenn framkvæmdarinnar. 

Ekki í anda refsiaðgerðanna

UniCredit er einn þeirra evrópsku banka sem var í erfiðri stöðu eftir innrás Rússa. Bankinn hélt úti veigamiklu dótturfyrirtæki í Rússlandi sem hefur reynst bankanum erfitt að losa sig við. Sala dótturfyrirtækisins var hafin fyrir fyrirskipun dómstólsins en ekki komin langt á leið.

Andrea Orcel, forstjóri UniCredit, segir fyrirtækið vilja færa starfsemi sína frá Rússlandi, en að með því að segja skilið við starfsemina þar í landi væri verið að færa Rússum starfsemi að virði þremur milljörðum evra að gjöf. Það segir hann ekki vera í anda refsiaðgerða Vesturlanda gegn Rússlandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert