Lík þriggja gísla flutt til Ísrael

Almenningur í Ísrael krefst þess að gíslarnir verði frelsaðir og …
Almenningur í Ísrael krefst þess að gíslarnir verði frelsaðir og hafa birt myndir af gíslunum í kröfugöngum. Jack Guez / AFP

Ísraelski herinn greindi frá því í dag að herinn hefði fundið lík þriggja gísla á Gasa og flutt líkin til Ísrael. 

Einstaklingarnir voru drepnir af Hamas og voru í hópi þeirra sem teknir voru í gíslingu í árásum Hamas hinn 7. október, samkvæmt tilkynningu ísraelska hersins. 

Talið er að 129 einstaklingar frá tólf löndum hafi verið teknir í gíslingu af Hamas í árásunum í október. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert