Beitti neitunarvaldi gegn lögunum umdeildu

Salome Zurabishvili, forseti Georgíu, hefur beitt neitunarvaldi gegn umdeildum fjölmiðlalögum.
Salome Zurabishvili, forseti Georgíu, hefur beitt neitunarvaldi gegn umdeildum fjölmiðlalögum. AFP/Vano Shlamov

Salome Zurabishvili, forseti Georgíu, hefur beitt neitunarvaldi sínu á umdeild fjölmiðlalög þar í landi. Lögin kveða á um að fjölmiðlar sem sækja meira en 20% fjármagns síns frá erlendu ríki, verði að skilgreina sig sem fjölmiðil sem starfar í þágu erlends ríkis.

Beiting neitunarvaldsins er sögð vera að mestu táknræn en stjórnarflokkurinn Georgíski draumurinn hefur á að skipa nægum fjölda þingmanna til að skjóta frumvarpinu framhjá neitunarvaldinu.

Lögin sögð vera af rússnesku meiði

„Í dag beitti ég neitunarvaldi á lög sem eru í grunninn af rússnesku meiði og eru á skjön við stjórnarskrá okkar,“ sagði Zurabishvili í sjónvarpsávarpi. 

Forsætisráðherra Georgíu Irakli Kobakhidze segir stjórnarflokkinn tilbúinn að endurskoða lögin út frá tillögum forsetans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert