Árásarmaður Pelosi fékk þungan dóm

Paul og Nancy Pelosi.
Paul og Nancy Pelosi. AFP

Árásarmaðurinn sem beitti eiginmann Nancy Pelosi tilefnislausu og grófu ofbeldi var í dag dæmdur í 30 ára fangelsi.  

Nancy Pelosi var forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins þegar árásin átti sér stað í október árið 2022. Hún var að heiman þegar árásarmaðurinn David DePape braust inn á heimili hennar í San Francisco. 

Eiginmaður hennar Paul Pelosi var heima. Hann var 82 ára gamall og hafði ekki mikla burði til að verjast árásarmanninum. 

Réðist hann á Paul Pelosi með hamri og lamdi hann meðal annars í höfuðið. Paul Pelosi hafði hins vegar tekist að gera lögreglu viðvart og kom hún á staðinn skömmu síðar og varð það honum mögulega til lífs. 

Joe Biden hengir frelsisorðuna um háls Nancy Pelosi.
Joe Biden hengir frelsisorðuna um háls Nancy Pelosi. AFP

Slapp Tom Hanks fyrir horn?

David DePape var því handtekinn á staðnum og átti sér engar málsbætur. Árásin hafði hins vegar verið ætluð Nancy Pelosi sem hann taldi að væri heima. Annað kom á daginn. 

Ákæruvaldið fór fram á 40 ára fangelsi en niðurstaðan varð 30 ára dómur. 

David DePape neitaði ekki árásinni en í yfirheyrslum yfir honum kom í ljós að hann gat hugsað sér að ráðast á fleira þekkt fólk í Bandaríkjunum. Nefndi hann til að mynda Joe Biden Bandaríkjaforseta, ríkisstjórann í Kaliforníu Gavin Newsom og leikarann Tom Hanks.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka