Eðjuflóð varð tugum að bana

Horft yfir eyðilegginguna á Súmötru úr lofti í gær, 12. …
Horft yfir eyðilegginguna á Súmötru úr lofti í gær, 12. maí. AFP

Að minnsta kosti 37 eru látnir eftir skyndileg flóð á indónesísku eynni Súmötru um helgina.

Steypiregn gekk yfir eyjuna á laugardag og hreif vatnið með sér ösku og grjót niður eldfjallið Marapi, það virkasta á Súmötru. 

Eðjuflóðið – blanda af gosefnum og steinum úr hlíðum eldfjallsins – kom í skriðum yfir tvö héruð, varð þar fjölda fólks að bana og skemmdi fleiri en hundrað heimili, auk annarra bygginga.

Tala látinna getur hækkað

Yfirvöld gera ráð fyrir að tala látinna geti enn hækkað, að því er segir í umfjöllun BBC, sem talar um eðjuflóðið sem „kalt hraun“.

Þeir sem eftir lifa hafa sagt frá því hvernig þeir flúðu eðjuflóðið þar sem það æddi niður að heimilum þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert