Handtóku yfir 250 manns fyrir djöfladýrkun

Horft yfir Teheran höfuðborg Íran.
Horft yfir Teheran höfuðborg Íran. AFP

Íranska lögreglan handtók yfir 250 manns fyrir djöfladýrkun, þar með talið þrjá Evrópubúa, vestur við Teheran.

Í yfirlýsingu frá lögreglunni kemur fram að einstaklingarnar hafi verið þaktir alls kyns djöflamerkjum á klæðnaði og höfði. 

„Djöflamerki, áfengi, geðvirk vímuefni og 73 bílar voru gerð upptæk á staðnum,“ segir í yfirlýsingu frá lögreglunni. 

Áhlaup lögreglu á svokallaða djöfladýrkunar viðburði eru algeng í Íran. Hefur lögreglan sérstakar gætur á viðburðum þar sem áfengisnotkun er talin vera líkleg en neysla áfengis er að mestu bönnuð í landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert