Kanadísk hjón gefa 4 milljónir dala til hjálparstarfs á hamfarasvæðum í Asíu

Fólk sem lifði af hamfarirnar í Aceh héraði í Indónesíu …
Fólk sem lifði af hamfarirnar í Aceh héraði í Indónesíu fær mat í neyðarbúðum á Súmötru. AP

Efnuð kanadísk hjón afhentu í dag Rauða krossinum í Kanada um 5 milljónir kanadískra dollara sem renna eiga í hjálparstarf á hamfarasvæðum í Asíu, þar sem miklir jarðskjálftar og flóðbylgjur skullu á annan dag jóla. Upphæðin samsvarar um 4,1 milljón Bandaríkjadala eða um 260 milljónum íslenskum krónum.

Ríkisstjórn Kanada hefur heitið því að leggja fram sömu upphæð til hamfarasvæðanna og einstaklingar gera og því þýðir framlagið að um 8,2 milljónir Bandaríkjadala, verða send til aðstoðar í Suður-Asíu.

Hjónin, Kroum og Eva Pindoff urðu auðug eftir að þau stofnuðu tónlistarverslunina Music World. Um er að ræða stærstu gjöf sem kanadíski Rauða krossins hefur nokkru sinni fengið til þess að nýta til aðstoðar á hamfarasvæðum.

Upphaflega ætluðu hjónin að gefa 100.000 kanadíska dali til söfnunarinnar, en eftir að þau höfðu velt málinu nánar fyrir sér, ákváðu þau að hækka framlag sitt verulega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert