Reykjavíkurborg veitir 10 milljónum til neyðarhjálpar

Borgarstjórn Reykjavíkur ákvað á fundi sínum nú í dag að tillögu Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, borgarstjóra að veita 10 milljónum króna til neyðarhjálpar við fórnarlömb hamfaranna sem urðu við Indlandshaf á annan dag jóla. Rauða krossi Íslands verður falið að ráðstafa fénu.

Tillagan var samþykkt einróma við upphaf borgarstjórnarfundarins dag. Í greinargerð með tillögunni segir, að Alþjóða Rauði krossinn hafi sent út hjálparbeiðni sem sé sú stærsta um áratugaskeið, en talin sé þörf á um þremur milljörðum króna til hjálparstarfs samtakanna á hamfarasvæðunum við Indlandshaf. Rauði kross Íslands tafi virkan þátt í neyðaraðstoð á hamfarasvæðinu, en framlagi Reykjavíkurborgar til hjálparstarfsins yrði varið í samræmi við áætlanir þær sem fylgdu hjálparbeiðni Alþjóða Rauða krossins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert