Vararæðismaður Íslands í Taílandi í Phuket: Enginn Íslendingur meðal slasaðra

Vararæðismaður Íslands í Taílandi kom til eyjarinnar Phuket í fyrradag. Hann heimsótti danska áfallamiðstöð sem þar er, auk þess sem hann heimsótti spítala á eyjunni og fullvissaði sig um að enginn Íslendingur væri á meðal slasaðra.

Að sögn Pouls Webers, ræðismanns Íslands í Taílandi, sem staddur er í Bangkok, hefur hann reynt að aðstoða fólk við að finna þá sem eru týndir en hann hefur aðsetur í danska sendiráðinu. Að sögn Webers er ennþá mjög erfitt að greina frá hjálparstarfi í S-Taílandi, fjarskipti séu mjög erfið.

"Ég get þó sagt frá því að stjórnvöld í Taílandi hafa búið svo um að allir sem vilja koma til Bangkok, fólk sem er sjúkt eða slasað, fær ókeypis flug frá Phuket og gistingu í Bangkok og spítalavist."

Að sögn hans er áætlað að um 5-6 þúsund Danir og 10-15 þúsund Svíar séu í Phuket og nágrenni og er ekki vitað um afdrif allra þeirra. Alls er talið að um 2.000 manns, hugsanlega enn fleiri, hafi týnt lífi á hamfarasvæðum í Taílandi, að sögn Webers.

Að sögn hans mun vararæðismaður Íslands dvelja áfram í Phuket þar til ástandið verður skýrara. Danski sendiherrann sé einnig staddur þar um þessar mundir og sömuleiðis sonur Webers, sem starfar fyrir danskt ferðatryggingafyrirtæki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert