Kennsl borin á lík fjögurra Dana á Taílandi

Danskir sérfræðingar hafa borið kennsl á lík fjögurra Dana, sem fórust þegar flóðbylgja skall á ströndum Taílands 26. desember sl. Er þá staðfest að 12 Danir að minnsta kosti létu lífið í náttúruhamförunum en 36 er enn saknað á hamfarasvæðunum. Hins vegar hefur einn einstaklingur, sem skráður var sem týndur, komið í leitirnar heill á húfi.

Líkin fjögur voru af 52 ára konu og 74 ára gömlum karlmanni frá Jótlandi og konu og karlmanni frá Kaupmannahöfn en þau voru bæði á sextugsaldri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert