Guðrún Bergmann - haus
22. janúar 2011

Blóðþrýstingur og bláber

Blaber Vísindamenn hjá háskólunum í Austur-Anglíu (UEA) og Harvard hafa komist að raun um að neysla á bláberjum er einn af þeim þáttum sem kemur í veg fyrir að blóðþrýstingur hjá fólki hækki. Samkvæmt skýrslu þeirra, sem verður birt í American Journal of Clinical Nutrition , minnkar einn skammtur af bláberjum á viku líkur á því að blóðþrýstingur hækki um tíu prósent.  

Í bláberjum er mikið af jurtabláma (anthocyanins), en í honum eru andoxunarefni sem almennt eru talin draga úr hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Samkvæmt þessari nýju rannsókn, er það nú viðurkennd staðreynd að þessi mikilvægu næringarefni draga úr líkum á hækkun blóðþrýstings.

Rannsóknarteymið fylgdist með 134.000 konum og 47.000 körlum í rannsókn sinni en ekkert þeirra var með of háan blóðþrýsting við upphaf hennar. Rannsóknin stóð í 14 ár og þátttakendur fylltu úr spurningarblöð annað hvert ár um mataræði sitt og vísindamennirnir mátu síðan þessar upplýsingar til að sjá hvernig áhrif bio-lífræn litarefni (m.a. jurtablámi) hefðu á almenna heilsu þeirra.

Á meðan á rannsókninni stóð hækkaði blóðþrýstingur hjá 35.000 þátttakendum. Vísindamennirnir tóku hins vegar eftir því að þeir sem neyttu mest af jurtabláma (anthocyanins) á þessu tímabili voru átta prósent líklegri til að halda jafnvægi á blóðþrýstingnum en hinir sem borðuðu minna af honum. Þeir sem borðuðu að minnsta kosti einn skammt af bláberjum á viku voru tíu prósent líklegri til að halda jafnvægi á sínum blóðþrýstingi en þeir sem borðuðu alls ekki bláber.

„Niðurstöður okkar eru spennandi og gefa til kynna að neysla á jurtabláma (anthocyanins) komi í veg fyrir háþrýsting," segir Aedin Cassidy prófessor, sem stýrði rannsókninni frá næringardeild læknaskólans við háskólann í Austur-Anglíu.

Heimildir: Natural News http://www.naturalnews.com/031064_blueberries_high_blood_pressure.html

Fleiri hlekkir þar sem fjallað er um hvaða fæðutegundir koma í veg fyrir hækkun blóðþrýstings:

http://www.naturalnews.com/015820_blood_pressure_hypertension.html

http://www.naturalnews.com/027407_potassium_blood_pressure.html

http://www.naturalnews.com/027195_garlic_high_blood_pressure.html

http://www.naturalnews.com/030039_high_blood_pressure_prevention.html

http://www.naturalnews.com/019810_blood_pressure_high.html