Guðrún Bergmann - haus
24. október 2013

Olíulaus í útlöndum

3-7-9sm_1219732.jpgÞað gerist ekki oft að ég verði olíulaus í útlöndum, en þó gerðist það í síðustu ferð sem ég fór. Ekki það að ég gleymdi að renna inn á bensínstöð og dæla á tankinn, heldur gleymdi ég að taka olíurnar mínar með að heiman. Ég er auðvitað að tala um omega olíur og ég komst að raun um að þú finnur ekki svo mikið fyrir olíuskortinum fyrst til að byrja með, en þegar aðeins líður frá, þá kemur hann fram í ýmsum myndum. Þurrkur í húð, þurrkur í slímhúð sem gerir mann ráman og þreyta í augum.

Ég hef verið að taka inn sömu omega-olíublönduna í um það bil ár. Þegar ég byrjaði fyrst að taka hana inn, fann ég strax fyrir einhverri vellíðan sem ég gat ekki almennilega skýrt. Nokkrum mánuðum síðar var mér bent á að olían virkaði vel á slímhúð í augum og þá skildi ég af hverju ég var hætt að nota augndropa. Eftir laseraðgerð á augum hafði ég nefnilega alltaf verið að nota þá en hafði eiginlega ekki tekið eftir því að ég þurfti ekki lengur á þeim að halda.

Omega-blandan mín heitir Super-Omega 3-7-9 og er frá Solaray. Í henni er D-3 vítamín, svo ég þarf ekki að taka það sérstaklega inn, EPA og DHA olíur úr laxi, omega 7 úr berjum hafþyrnis og hafþyrnir er runni, ekki jurt sem vex neðansjávar og svo omega 9 úr grænni jómfrúarólífuolíu. Ég fann aftur þessa góðu tilfinningu um vellíðan um leið og ég fór að taka þessar olíur inn aftur og gæti þess vandlega að gleyma þeim ekki heima aftur.