Guðrún Bergmann - haus
28. febrúar 2014

B12 fyrir heilastarfsemina

Ég rakst nýlega á athyglisverða grein eftir Dr. Mercola og fjalla hér um það helsta sem þar kemur fram. Í greininni vísar Mercola til rannsókna sem sýna að þeir sem líða af B12 vítamínskorti eru líklegri til að fá lægri einkunn á hæfnisprófum og hafa minna heilarúmmál en aðrir, sem gefur til kynna að skortur á þessu vítamíni leiði til þess að heilinn rýrni.

Mikilvægast er þó að gera sér grein fyrir að B12 vítamínskortur er útbreiddur og að mælingar á B12 í blóði gefa ekki rétta mynd af því hvort þig skorti B12 eða ekki. Þetta vítamín er oft kallað orkuvítamínið, því það stuðlar að orkuframleiðslu í líkamanum. Líkaminn treystir á skilvirka umbreytingu á kolvetnum yfir í glúkósa - sem er orkugjafi líkamans - til að hann gangi eðlilega og B12 vítamín gegnir mikilvægu hlutverki í þeirri umbreytingu. Að auki hefur B12 áhrif á ýmsa aðra mikilvæga starfsemi í líkamanum, þar á meðal meltingu á kolvetnum og fitu; heilbrigða starfsemi taugakerfisins; á myndun rauðra blóðkorna; á myndun frumna og langlífi; hefur áhrif á rétt blóðflæði, skýran huga, einbeitingu og minni; starfsemi ónæmiskerfisins og ýmislegt fleira. 

B12 er stærsta vítamínið sem þekkt er og vegna stærðar sinnar er upptaka líkamans á því ekki jafn auðveld og flestra annarra bætiefna. B12 gerir kröfu um flókið kerfi í líkama þínum, meðal annars framleiðslu ákveðinna prótína í magaveggnum til að binda það, svo virk upptaka á því geti átt sér stað við endann á smáþörmunum (terminal ileum). Með aldrinum minnkar getan til að framleiða þessi prótín og það leiðir til skorts á B12, en skortur á þessu vítamíni er yfirleitt meiri hjá þeim sem eru grænmetisætur, þar sem B12 er helst að finna í dýraafurðum eins og kjöti, fiski, eggjum og mjólkurvörum.

Þeir sem nota lyf við sykursýki týpu 2 geta átt í erfiðleikum með að framleiða prótínin sem stuðla að upptöku B12 í maganum og þeir sem dekka meira en 4 bolla af kaffi á dag geta minnkað B12 vítamínbirgðir sínar um allt að 15%. Eins geta ýmis lyf við hárri magasýru hindrað upptöku á B12.

Ein leið til að fá góðan skammt af B12 er að taka inn næringarger, til dæmis frá KAL. Það er ósykrað, glútenlaust og í því eru engin erfðabreytt efni. Það má hræra það út í heitt vatn og drekka milli mála eða setja það út í ávaxtasafa eða morgunbústið, eins og ég geri, til að byggja upp B12 birgðirnar.

Heimildir og nánari upplýsingar: http://articles.mercola.com/sites/articles/archive/2012/04/05/vitamin-b12-deficiency-may-lead-to-brain-shrinkage.aspx
og http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/21947532