Guðrún Bergmann - haus
7. júní 2014

Grænar og geggjaðar

gurkur_1237409.jpgÞegar ég var krakki voru gúrkur kallaðar agúrkur - en einhvers staðar á lífsleið minni datt a-ið framan af orðinu. Sem betur fer hurfu heilsusamleg áhrif gúrkunnar ekki við það, heldur hefur þekking á þeim aukist til muna síðari ár og nú notum við gúrkur ekki bara sem álegg á brauð eða á augun til að draga út þrota í kringum þau, heldur vegna ótal heilsusamlegra áhrifa þeirra.

Gúrkur eru bæði basískar og vökvaríkar, fullar af næringarefnum eins og A-, C- og K-vítamínum, magnesíum, sílikum og kalíum. Gúrkur eru líka ríkar af andoxunrefnum og ensímum eins og erepsín sem stuðlar að meltingu prótína og eyðir sníkjudýrum og bandormum í þörmum. Hið mikla magna af chlorophyll og lignan jurtaefnum í hýði gúrkunnar gerir hana að frábærri fæðu til að vinna gegn krabbameinum. Gúrkur geta verið sérlega öflugar í því að draga úr hættu á estrogentengdum krabbameinum eins og í brjóstum, legi, eggjastokkum og blöðruhálskirtli.

Vegna hins mikla magns af trefjum í gúrkum eru þær góðar gegn hægðatregðu, því þær auka bæði umfang og vökva í ristlinum. Gúrkur eru líka ein besta vökvalosandi fæða sem hægt er að fá, því þær auka á losun úrgangs í gegnum nýrum og hjálpa til að losa um uppsafnaða þvagsýru í líkamanum sem getur leitt til nýrna- og blöðrusteina.

Gúrkur hafa bólgueyðandi áhrif sem virka vel gegn bólgum sem tengjast taugkerfi og sjálfsónæmissjúkdómum. Gúrkur eru líka góðar fyrir tannholdið og tennurnar, þar sem trefjar og næring í þeim hjálpar til að nudda tannholdið og hreinsa slæmar bakteríur af tönnunum. Hið mikla sílikuminnihald þeirra stuðlar að sterkum nöglum og hári, en það er ein ástæða þess að gúrkur hafa um aldir verið talin fegrunarfæða. Ferskur gúrkusafi (grænn djús) getur hreinsað og afeitrað allan líkamann og dregið úr meltingarvandamálum eins og magabólgu, of háum magasýrum, brjóstsviða, meltingartruflunum og magasárum.

Gúrkur eru líka frábær fæða til að halda rakastigi líkamans háu, þar sem í þeim eru rafvakar (electrolytes) sem hafa getu til að flytja næringu og raka djúpt inn í frumur og vefi, á virkari hátt en vatn eitt og sér. Ferskur gúrkusafi er líka góður til að lækka sótthita í börnum - svo gúrkur eru til alls góðar, eins og sjá má!