Guðrún Bergmann - haus
18. febrúar 2015

Nýtt náttúrulegt sætuefni

Nú þegar bókin HREINT MATARÆÐI er komin út eru ugglaust margir að spá í að taka einhvern tíma í hreinsandi mataræði, hvort sem það er ein, tvær eða þrjár vikur. Þegar breytt er um mataræði er margt sem þarf að skoða og þá einkum þegar kemur að sætuefnum. Í mataruppskriftunum í HREINT MATARÆÐI er á nokkrum stöðum talað um kókosnektar, en það sætuefni hefur ekki fengist hér á landi þar til nýlega. Því notaði ég til dæmis alltaf stevia í þær uppskriftir sem í átti að vera kókosnektar, þegar ég tók 3ja vikna hreinsandi mataræðið í október á síðasta ári.

Nú þarf hins vegar ekki að leita langt yfir skammt, því í heilsuvöruverslunum og í hillum sumra stórmarkaða er hægt að finna kókosnektar frá Biona, sem auk þess að vera náttúrulegt sætuefni, er líka úr lífrænt ræktuðum blómum kókospálmans. Reyndar stendur utan á umbúðunum að hann sé góður á pönnukökur og eftirrétti, en í HREINT MATARÆÐI er hann mest notaður út í súrsætar sósur í mataruppskriftum.

Ég hef reyndar líka notað kókosnektarinn út í bústið á morgnana og það skemmir ekki bragðið að hafa eins og ½ teskeið af honum með út í berja- og chiablönduna.