Guðrún Bergmann - haus
24. febrúar 2015

Góðir gerlar fyrir meltinguna

Talið er að 80-90% af sjúkdómum í líkamanum eigi rætur sínar að rekja til meltingarvegarins, sem liggur um vélinda niður í maga, svo í gegnum skeifugörn, í smáþarmana og svo loks í ristilinn, sem þjappar og þéttir úrganginn og losar hann út um endaþarminn. Lifrin, sem er nokkurs konar endurvinnslustöð líkamans og gallblaðran koma líka að meltingunni. Segja má að ekkert eitt líffærakerfi sé mikilvægara en annað, en ef framangreindar tölur eru hafðar í huga er ljóst að við ættum alltaf að leggja áherslu á að viðhalda góðu ástandi í meltingarveginum. Brjóstsviði, uppþemba, vindverkir og vindgangur, ristilkrampi og önnur ónot í kviðarholinu benda eindregið til þess að verið sé að leggja of mikið álag á meltingarveginn, borða fæðu sem hann ræður illa við eða hefur óþol fyrir.

Í bók sinni HREINT MATARÆÐI leggur hjartasérfræðingurinn Alejandro Junger mikla áherslu á að hreinsa vel þarmana og koma flóru þeirra í gott lag. Ein besta leiðin til þess er auðvitað að fylgja hreinsandi mataræðinu í þrjár vikur, en það eitt og sér nægir þó ekki, því yfirleitt skortir ákveðna gerla í þarmana þegar þeir hreinsast. Um er að ræða gerla eins og acidophilus eða multidophylus. Vandamálið er að margar þessara gerlategunda innihalda mjólk eða mjólkurefni, sem ýmsir eru viðkvæmir fyrir.

Ég hef fundið eina tegund á markaðnum, sem er mjólkurlaus með öllu. Það eru frostþurrkuðu gerlarnir frá Solaray, sem heita Multidophilus – 3 billion. Til eru til aðrar acidophilus tegundir frá Solaray, en auðveldast er að þekkja þessa frá hinum með því að leita eftir -3 billion- merkinu á glasinu. Ég hef verið að taka þessa gerla inn nú í nokkurn tíma og þeir virka frábærlega vel.

Heimildir: Bækurnar Candida sveppasýking og HREINT MATARÆÐI