Guðrún Bergmann - haus
20. apríl 2015

Jörðin og við

graennapril-profilemynd-01_1258766.jpgOkkur hættir til að gleyma að það sem er gott fyrir jörðina er einnig gott fyrir líkama okkar, því við erum samsett úr samskonar efnum. Umhverfisvernd snýst því í raun ekki bara um það sem er fyrir utan okkur, heldur einnig allt það sem við öndum að okkur, borðum og berum á húðina. Húðin er nefnilega stærsta líffæri líkamans og dregur í sig efnin úr öllu sem á hana er látið.

Ég hef fjallað heilmikið um HREINT MATARÆÐI í pistlum mínum og góð áhrif þess á heilsuna. Hjartalæknirinn Alejandro Junger ráðleggur fólki ekki bara að breyta mataræðinu og borða eins mikið af lífrænt ræktuðum matvælum og hægt er. Hann talar líka um mikilvægi þess að vanda val á því sem á hana er látið, hvort sem það eru krem á andlit eða líkama, hárvörur eða förðunarvörur.

Á undanförnum árum hefur úrvalið af lífrænum og umhverfisvænum snyrti- og förðunarvörum aukist mjög, svo enginn ætti í raun að vera í erfiðleikum með að finna eitthvað við sitt hæfi. Mitt uppáhaldsmerki er Lavera, en þar fara sama gæði og breið vörulína með húð-, hár- og förðunarvörum. Ég hef einnig notað krem og snyrtivörur frá merkjum eins og Marilou, Aubrey og Mádara og svo dásemdar kremin og olíurnar frá Villimey, en mörg önnur merki er að finna á markaðnum.

Ég hvet þig til að gera vel við þig og velja eitthvað af þessum lífrænu og umhverfisvænu snyrtivörum í GRÆNUM APRÍL. Valið yrði ekki bara gott fyrir þig, heldur líka Jörðina.