fös. 19. apr. 2024 15:00
Valskonur hófu tímabiliđ á ţví ađ vinna Breiđablik í úrslitaleik deildabikarsins.
Spá mbl.is: Fyrsta sćtiđ

Valur verđur Íslandsmeistari kvenna í knatt­spyrnu fjórđa áriđ í röđ á kom­andi keppn­is­tíma­bili, sam­kvćmt spá Morg­un­blađsins og mbl.is.

Valur fékk 204 stig ţegar at­kvćđi spá­mann­anna voru lögđ sam­an en ţar voru gef­in stig frá einu (fyr­ir 10. sćtiđ) upp í tíu (fyr­ir fyrsta sćtiđ). Valskonur eru ellefu stig­um fyr­ir ofan Breiđablik sem hafnađi í öđru sćt­inu í spánni.

Breiđablik

Valskonur unnu Íslandsmeistaratitilinn á sannfćrandi hátt í fyrra. Ţćr enduđu sex stigum fyrir ofan Breiđablik en voru međ tíu stiga forystu ţegar ţrjár umferđir voru eftir og ţar međ orđnar meistarar. Ţetta var fjórtándi meistaratitill Vals og sá fjórđi á síđustu fimm árum. Valur hefur ţrettán sinnum orđiđ bikarmeistari en ţó ađeins unniđ bikarinn einu sinni á undanförnum tólf árum. 

Stjarnan

Valur teflir fram gjörbreyttu liđi í ár en alls hafa 16 leikmenn horfiđ á braut, ţar međ talin Arna Sif Ásgrímsdóttir sem missir af öllu tímabilinu vegna meiđsla. Ţá er fyrirliđinn Elísa Viđarsdóttir ekki komin af stađ eftir ađ hafa eignast barn í mars. Fimm af íslenskum leikmönnum Vals í fyrra leika nú í atvinnumennsku erlendis. Lára Kristín Pedersen, Bryndís Arna Níelsdóttir og Ásdís Karen Halldórsdóttir eru ţar á međal. 

Stór hópur hefur komiđ á Hlíđarenda í stađinn. Međal nýrra leikmanna eru Katie Cousins sem kom frá Ţrótti og var einn besti leikmađur deildarinnar í fyrra, Jasmín Erla Ingadóttir úr Stjörnunni sem var markadrottning deildarinnar fyrir  tveimur árum og hin ţrautreynda Málfríđur Erna Sigurđardóttir sem lauk síđasta tímabili međ ţví ađ spila sinn 300. leik í efstu deild en hún snýr aftur á Hlíđarenda eftir ţriggja ára fjarveru.

Ţróttur

Pétur Pétursson ţjálfar Valsliđiđ áfram en ţetta er hans sjötta tímabil međ liđiđ.

Komn­ar:
Camryn Hartman frá Bandaríkjunum
12.4. Nadía Atla­dótt­ir frá Vík­ingi R.
24.2. Ragn­heiđur Ţór­unn Jóns­dótt­ir frá Hauk­um
16.2. Mál­fríđur Erna Sig­urđardótt­ir frá Stjörn­unni
  9.2. Íris Dögg Gunn­ars­dótt­ir frá Ţrótti R.
  7.2. Hailey Whita­ker frá Ĺland United (Finn­landi)
  3.2. Helena Ósk Hálf­dán­ar­dótt­ir frá Breiđabliki
  1.2. Jasmín Erla Inga­dótt­ir frá Stjörn­unni
  1.2. Katie Cous­ins frá Ţrótti R.
  1.2. Lillý Rut Hlyns­dótt­ir frá FH (úr láni)

Farn­ar:
Hanna Kall­maier í FH
20.4. Eva Stef­áns­dótt­ir í Fram (lán)
18.4. Bryn­dís Ei­ríks­dótt­ir í Ţór/​KA (lán - var í láni hjá HK)
18.4. Gló­dís María Gunn­ars­dótt­ir í Hauka (lán - var í láni hjá KH)
  8.3. Sig­ríđur Th. Guđmunds­dótt­ir í Ţrótt R.
29.2. Ásdís Kar­en Hall­dórs­dótt­ir í Lilleström (Nor­egi)
27.2. Lise Dissing í Bodö/​Glimt (Nor­egi)
20.2. Ţór­dís Elva Ágústs­dótt­ir í Växjö (Svíţjóđ)
20.2. Bryn­dís Arna Ní­els­dótt­ir í Växjö (Svíţjóđ)
  3.2. Ída Marín Her­manns­dótt­ir í FH
  1.2. Birta Guđlaugs­dótt­ir í Vík­ing R.
30.1. Mál­fríđur Anna Ei­ríks­dótt­ir í B 93 (Dan­mörku)
25.1. Lára Krist­ín Peder­sen í Fort­una Sitt­ard (Hollandi)
25.1. Laura Frank í AaB (Dan­mörku)
Re­bekka Sverr­is­dótt­ir hćtt
Arna Sif Ásgríms­dótt­ir úr leik vegna meiđsla

Fyrstu leik­ir Vals:
21.4. Valur - Ţór/KA
27.4. Ţróttur R. - Valur
  2.5. Valur - Víkingur R.
  8.5. Keflavík - Valur
14.5. Valur - Tindastóll

Lokastađan:
1 Valur 204
2 Breiđablik 193
3 Stjarnan 151
4 Ţróttur R. 140
5 Ţór/KA 126
6 Vík­ing­ur R. 103
7 FH 103
8 Fylk­ir 47
9 Tinda­stóll 46
10 Kefla­vík 42

Ţór/KA

Víkingur

FH 

Fylkir

Tindastóll

Keflavík

til baka