Spá mbl.is: Sjöunda sætið

FH-konur voru nýliðar í deildinni í fyrra og komu talsvert …
FH-konur voru nýliðar í deildinni í fyrra og komu talsvert á óvart. Ljósmynd/Jóhann Helgi

FH hafnar í sjöunda sæti Bestu deild­ar kvenna í knatt­spyrnu á kom­andi keppn­is­tíma­bili, sam­kvæmt spá Morg­un­blaðsins og mbl.is.

FH fékk 103 stig þegar at­kvæði spá­mann­anna voru lögð sam­an en þar voru gef­in stig frá einu (fyr­ir 10. sætið) upp í tíu (fyr­ir fyrsta sætið). FH er 56 stigum fyrir ofan Fylki sem er spáð áttunda sæti og því er ekki  gert ráð fyrir Hafnarfjarðarliðinu í fallbaráttu þótt það þurfi samkvæmt þessu að sætta sig við að komast ekki í efri hlutann þegar deildinni verður skipt í tvennt eftir hefðbundnar átján umferðir.

FH kom talsvert á óvart sem nýliði í deildinni í fyrra en endaði í sjötta sæti eftir að hafa verið um skeið í þriðja og fjórða sæti. Félagið hefur um árabil flakkað á milli tveggja efstu deildanna. Blómaskeið FH-liðsins var á fyrstu árum Íslandsmótsins þegar FH varð fyrsti Íslandsmeistari kvenna árið 1972 og hampaði meistaratitlinum fjórum sinnum á fyrstu fimm árunum.

Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi FH frá því í fyrra en lykilmenn eins og fyrirliðarnir Shaina Ashouri og Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir, Esther Rós Arnarsdóttir, Colleen Kennedy, Arna Eiríksdóttir og Lillý Rut Hlynsdóttir eru farnar. 

En sterkir leikmenn hafa komið í staðinn, Andrea Rán Hauksdóttir kemur til landsins á ný eftir dvöl í Bandaríkjunum og Mexíkó. Ída Marín Hermannsdóttir kemur frá Val ásamt Hönnu Kallmaier sem er að jafna sig eftir krossbandsslit í fyrra, og framherjinn Breukelen Woodard sem var markahæsti leikmaður Fram í 1. deildinni í fyrra bætist einnig í hópinn.

Guðni Eiríksson þjálfar FH áfram eins og hann hefur gert frá árinu 2019.

Komn­ar:
Hanna Kall­maier frá Val
18.4. Rammie Noel frá Bandaríkjunum
  5.4. Andrea Rán Sæ­feld Hauks­dótt­ir frá Mazat­lán (Mexí­kó)
  7.3. Br­eu­kelen Wood­ard frá Fram
  3.2. Ída Marín Her­manns­dótt­ir frá Val
  1.2. Bryn­dís Halla Gunn­ars­dótt­ir frá Breiðabliki (lék með Augna­bliki)
  1.2. Val­gerður Ósk Vals­dótt­ir frá Breiðabliki (úr láni)

Farn­ar:
  5.4. Shaina Ashouri í Vík­ing R.
  5.3. Hild­ur María Jón­as­dótt­ir í HK (lán)
  5.3. Elín Björg Norðfjörð Sím­on­ar­dótt­ir í Hauka
15.2. Col­leen Kenn­e­dy í Cork City (Írlandi)
  9.2. Mar­grét Ingþórs­dótt­ir í Grinda­vík
  8.2. Rachel Avant í Sturm Graz (Austurríki)
  3.2. Esther Rós Arn­ars­dótt­ir í Stjörn­una
  1.2. Arna Ei­ríks­dótt­ir í Val (úr láni)
  1.2. Lillý Rut Hlyns­dótt­ir í Val (úr láni)
31.1. Sunn­eva Hrönn Sig­ur­vins­dótt­ir í AGF (Dan­mörku)

Fyrstu leik­ir FH:
21.4. Tindastóll - FH
27.4. FH - Þór/KA
  3.5. Breiðablik - FH
  8.5. FH - Þróttur R.
14.5. Stjarnan - FH

Lokastaðan:
1 ??
2 ??
3 ??
4 ??
5 ??
6 ??
7 FH 103
8 Fylk­ir 47
9 Tinda­stóll 46
10 Kefla­vík 42

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert