Spá mbl.is: Níunda sætið

Tindastóll tryggði sér áframhaldandi sæti í deildinni síðasta haust með …
Tindastóll tryggði sér áframhaldandi sæti í deildinni síðasta haust með stórsigri á ÍBV í lokaumferðinni. Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson

Tindastóll hafnar í níunda og næstneðsta sæti Bestu deildar kvenna í knattspyrnu á komandi keppnistímabili, samkvæmt spá Morgunblaðsins og mbl.is.

Tindastóll fékk 46 stig þegar at­kvæði spá­mann­anna voru lögð sam­an en þar voru gef­in stig frá einu (fyr­ir 10. sætið) upp í tíu (fyr­ir fyrsta sætið). Fjórum stigum meira en Keflavík sem endaði í tíunda sætinu og þessum tveimur liðum er því spáð falli úr deildinni í haust.

Tindastóll lék í annað skipti í efstu deild á síðasta tímabili, eftir að hafa verið þar fyrst árið 2021, og náði sjöunda sæti eftir harða fallbaráttu. Þar með héldu Skagfirðingar sér uppi í fyrsta skipti og tryggðu það með stórsigri á ÍBV í lokaumferðinni, 7:1. Árið 2023 er því það besta í sögu Tindastóls.

Fjórir erlendir leikmenn sem voru í stórum hlutverkum í fyrra hafa yfirgefið Tindastól. Murielle Tiernan, sem hefur verið leiðtogi liðsins um árabil og skorað 98 mörk fyrir Skagfirðinga í deildakeppninni, er farin til Fram. Melissa Garcia, sem var næstmarkahæst á eftir Murielle í fyrra, fór til Póllands en þessar tvær skoruðu 14 af 24 mörkum liðsins í deildinni 2023.

Tveir bandarískir leikmenn eru komnir í staðinn og möguleikar Tindastóls velta því væntanlega á því hvort það sé nóg til að fylla í skörðin. Jordyn Rhodes er framherjinn sem á að leysa Murielle af hólmi.

Halldór Jón Sigurðsson þjálfar Tindastól og er sitt þriðja tímabil með liðið.

Komn­ar:
Jor­dyn Rhodes frá Banda­ríkj­un­um
10.2. Gabrielle John­son frá Banda­ríkj­un­um
  1.2. Sól­veig Birta Eiðsdótt­ir frá KR (úr láni)

Farn­ar:
20.2. Murielle Tiern­an í Fram
15.2. Rakel Sjöfn Stef­áns­dótt­ir í Dal­vík/​Reyni
13.2. Mel­issa Garcia í Bielsko-Biela (Póllandi)
  9.2. Mar­grét Rún Stef­áns­dótt­ir í Gróttu
6.12. Be­atriz Parra í Arezzo (Ítal­íu)
6.12. Marta Per­arnau í Arezzo (Ítal­íu)

Fyrstu leik­ir Tindastóls:
21.4. Tindastóll - FH
27.4. Tindastóll - Breiðablik
  3.5. Stjarnan - Tindastóll
  9.5. Tindastóll - Fylkir
14.5. Valur - Tindastóll

Lokastaðan:
1 ??
2 ??
3 ??
4 ??
5 ??
6 ??
7 ??
8 ??
9 Tindastóll 46
10 Kefla­vík 42

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert