Karen Axelsdóttir - haus

Karen Axelsdóttir

Karen Axeldóttir byrjaði í þríþraut árið 2006 og hefur síðan þá átt litríkan keppnisferil og starfar núna sem þríþrautarþjálfari í London. Meðal helstu afreka alþjóðlegum stórmótum áhugamanna má nefna:

  • Heimsmeistaramótið í sprettþraut, Hamborg 2007 - brons
  • Breska meistaramótið í ólympískri þríþraut 2008 - brons
  • Evrópumeistaramótið í ólympískri þríþraut , Hollandi 2009 – brons í aldurshóp, 4 sæti yfir alla keppendur.
  • Breska meistarmótið í hálf-ólympískri þríþraut 2009 - gull
  • One Last Tri half-Ironman, Bretlandi 2009 – brons
  • Meistaramót London í spretti, Thames Thurbo London League 2009 – gull og vallarmethafi
  • Ironman Port Macquarie Australia 2010 - 21 sæti í heild, 6 sæti í aldurflokk, lokatími 10 klst 56 mín.
  • Breska Meistaramótið í hálfólympískri þraut 2010 - gull og vallarmethafi. Hraðasti hjólatími konu frá upphafi á brautinni 30:06.
  • Evrópumeistaramótið í ólympískri þríþraut, Írlandi 2010 – silfur í aldurshóp, 4 sæti yfir alla keppendur.
  • London League Hillingdon 2010 - gull og vallarmet.
  • Heimsmeistarmótið í ólympískri vegalend, Búdapest 2010. Keppti veik 35 sæti í heildina, 6 í aldursflokki. Tími 2:04:13
  • Ironman Austria, Klagenfurt Austurríki 2011. 11 sæti að atvinnumönnum meðtöldum, 2 í aldursflokki.  Tímar, sund 1:00, hjól 5:06, maraþon hlaup 3:11. Samtals með skiptitímum 9:24:31. Nýtt íslandmet kvenna og karla í Ironmanvegalengd, bætti Íslandsmet karla um 16 sekúndur og vann sér inn þátttökurétt á Heimsmeistarmótið í Ironman á Hawaii.

 

Karen hefur unnið þær þríþrautarkeppnir sem hún hefur tekið þátt í á Íslandi og er einnig tvöfaldur Íslandsmeistari og Íslandsmethafi í tímakeppni hjólreiðum. Hún stefnir á heimsmeistaramótið í Ironman sem haldið er árlega í október  á Hawaii. Hún mun hér á vefnum leyfa okkur að fylgjast með undirbúningi á leið sinni til Hawaii.  

 Karen er menntaður viðskiptafræðingur og með mastersgráðu frá London School of Economics. Hún er gift Gunnari Páli Tryggvasyni og eiga þau tvö börn. Hún tók einkaþjálfarapróf frá American Council of Exercise árið 2005, British Triathlon Coaching Degree árið 2008 og hefur síðan 2008 alfarið unnið við þríþrautarþjálfun og einkaþjálfun í London.