Ert þú með ábendingu?

Sendu okkur myndir eða myndskeið úr þínu nærumhverfi á netfrett@mbl.is eða með skilaboðum á Facebook-síðu mbl.is

mbl.is

Við þökkum fyrir samfylgdina, umfjölluninni hefur lokið.

Takk í dag

Þórólfur og Rögnvaldur þakka fyrir sig og benda á að svona upplýsingafundir verði reglulegir.

Versta mögulega sviðsmynd

Þórólfur segir að versta mögulega sviðmynd vegna veirunnar sé þannnig að ef heilbrigðisyfirvöld myndu ekkert gera.

Hann segir að staðan sé verst þar sem veiran kom upp, í Hubei-héraði í Kína og yfirfærir tölur þaðan á Ísland í verstu mögulegu sviðsmynd:

„Ef tölur þaðan væru yfirfærðar á Ísland, án þess að við myndum gera eitthvað, gætum við búist við 300 tilfellum. 20 af þeim yrðu gjörgæslutilfelli og dauðsföll upp undir tíu,“ segir Þórólfur.

„Ég held að heilbrigðiskerfið á Íslandi geti ráðið við þetta,“ segir Þórólfur.

Fólkið í sóttkví á Tenerife hefur það ágætt

Tíu Íslendingar eru í sóttkví á hótelinu á Tenerife, þar af eitt barn.

Höfðu ekki yfir neinu að kvarta, nema óþægilegum aðstæðum sem það er í, þegar sóttvarnalæknir ræddi við það símleiðis.

Eru með ýmsar áætlanir

„Við eigum til plön fyrir þetta,“ segir Rögnvaldur, þegar hann er spurður hvort það sé til áætlun ef staðan eins og hún er á Tenerife kæmi upp hér á landi: Einhver gestur á hóteli myndi greinast með veiruna.

Hann segir að þetta fari allt eftir umfangi og eðli.

Beita sóttkví á þá sem koma frá áhættusvæðum

Þórólfur segir að fólk sem komi frá áhættusvæðum, N-Ítalíu, Kína, Íran og S-Kórea eigi að fara í sóttkví við heimkomu.

„Við beitum harðari aðgerðum en nágrannaþjóðir eins og Norðurlöndin beita,“ segir Þórólfur.

Um sé að ræða aðgerð til að stoppa veiruna.

Hann ítrekar að fólk eigi að fara eftir fyrirmælum. Ekki sé tök á því að hafa gæslu yfir öllum sem koma og almenningi sé treyst til að fara eftir leiðbeiningum.

Hefur verið að færast nær okkur

Staðan er þannig núna að rúmlega 80 þúsund hafa smitast af veirunni. Tæplega þrjú þúsund hafa látist, langflestir í Kína.

Þórólfur sóttvarnalæknir segir að það sé eðlilegt að það hafi dregið úr útbreiðslu í Kína.

Hins vegar hefur útbreiðslan utan Kína aukist. Hún er að greinast í fleiri löndum, til að mynda löndum Evrópu.

„Flest tilfellin sem greinast í Evrópu eiga rætur að rekja til Ítalíu,“ segir Þórólfur.

Hann bendir á að Ítalir hafi gripið til harðasta aðgerða Evrópuþjóða á flugvöllum en þrátt fyrir það er veiran skæð þar.

Um 80% af þeim sem veikjast fá sýkingu í vægu formi og virðast jafna sig á því. Um 20% fá alvarlegri einkenni og um 5% þurfa að leggjast inn á gjörgæslu. Dánartalan er 2-3% og hefur haldist stöðugt.

Þó dánartalan sé þetta lág þá skiptir úbreiðslan máli upp á það hversu alvarleg eftirköstin af sýkingunni verða.

Þórólfur segir að veikin sé alvarlegust fyrir fólk með undirliggjandi sjúkdóma og eldra fólk.

Hefur verið að færast nær okkur, sérstaklega með sýkingunum á Tenerife, segir Þórólfur og bendir á fjögur smit á hóteli á Tenerife.

Nánast ómögulegt að hefta úbreiðslu en margir einkennalausir eða einkennalitlir. Hér verður reynt að stöðva útbreiðslu eins og kostur er.

Það er til að minnka álag sem mest á heilbrigðiskerfið eins og kostur er. Þórólfur telur ekki að þetta verði útreiddur faraldur vegna aðgerða Íslands og annarra Evrópuþjóða.

Veiran mun fylgja okkur næstu mánuði

Tilefni fundarins að stuðla að góðri upplýsingagjöf til almennings. Rögnvaldur Ólafsson gerir ráð fyrir því að svona fundir verði reglulegir á meðan kórónuveiran COVID-19 breiðist út.
Hann segir að veiran muni fylgja okkur næstu vikur og mánuði.
„Við höfum nýtt tímann frá því í lok janúar til að undirbúa okkur eins vel og hægt er,“ segir Rögnvaldur.
Daglegt hættumat fyrir Ísland er tekið og náið er fylgst með því hvað nágrannalönd okkar gera.

Fyllstu varúðar gætt

Að sjálfsögðu er allt til alls á fundinum, þar með talið handspritt.

Sóttvarnalæknir situr fyrir svörum

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Rögnvaldur Ólafsson, lög­reglu­full­trúi hjá al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra, eru að koma sér fyrir hér í Skógarhlíðinni. Þeir munu fjalla um stöðu mála vegna kórónuveirunnar COVID-19.

Beint: Fundur almannavarna um kórónuveiruna

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað til upplýsingafundar í dag í Skógarhlíð klukkan 16:30. Munu þeir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri almannavarna, fara þar yfir stöðuna eins og hún blasir við í dag og þróun síðustu daga.
Meira »

Furða sig á meintri sóttkví á hótelinu

Íslendingarnir sem eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife vegna kór­ónu­veiru­smits sem greind­ist meðal fjög­urra gesta á hót­el­inu hafa hvorki fengið upplýsingar frá hótelinu um hversu lengi þeir eigi að halda sig inni á herbergjum sínum né hversu lengir sóttkvíin vari. Íslendingarnir eru að minnsta kosti níu talsins, sjö á vegum Vita og tveir á eigin vegum.
Meira »

Sóttvarnalæknir skilgreinir áhættusvæði

Sóttvarnarlæknir ræður nú fólki frá ónauðsynlegum ferðum til Suður-Kóreu og Írans, auk Kína og fjögurra héraða á Norður-Ítalíu. Þá er hvatt til sérstakrar varúðar þegar ferðast er til annarra svæða á Ítalíu, Tenerife á Spáni, Japans, Singapúr og Hong Kong.
Meira »

Skoða hvort brestur sé í upplýsingagjöf

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur fengið ábendingar þess efnis að fólk fái misvísandi skilaboð þegar það hringir í síma 1700 til þess að láta vita af sér eftir ferðalög til svæða þar sem tilfelli kórónuveirunnar COVID-10 hefur komið upp og fá leiðbeiningar.
Meira »

Væsir ekki um Íslendingana í einangrun

„Þeim líður eftir atvikum vel en það væsir ekki um þau á þessu hóteli. Okkar aðalfararstjóri er í góðum samskiptum við þau,“ segir Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Vita, um Íslendingana sjö sem eru í sóttkví á hóteli á Tenerife vegna kórónuveirusmits sem greindist meðal fjögurra gesta á hótelinu. Alls eru um 1000 manns þar í sóttkví, 800 gestir og 200 starfsmenn.
Meira »

Viðbragð ekki uppfært enn sem komið er

Enn þykir ekki ástæða til að uppfæra viðbragð vegna kórónuveirunnar COVID-19 eða auka ferðaviðvaranir. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson, lögreglufulltrúi hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við mbl.is.
Meira »