Karen Axelsdóttir - haus
Þú ert hér: Karen Axels > Ókeypis nudd!
4. ágúst 2010

Ókeypis nudd!

foam_roller_1015162.jpg Eitt best geymda leyndarmál hlaupara og hjólreiðamanna til að flýta fyrir því að vöðvar og líkaminn jafni sig á milli æfinga er að nota svokallaðan "foam roller". Þessi rúlla er svo góð að ef þú nærð lagni við að nota hana þá má líkja henni við ókeypis nudd. Þetta er frauðplastrúlla sem er eins og sívalningur í laginu (sjá mynd). Í rauninni er hægt að nota hvaða sílvalning sem er t.d 2 lítra sódavatnflösku eða kökukefli. Kosturinn er að þú getur gripið í rúlluna þegar þér hentar og það kostar ekki neitt. Hér er youtube myndband sem ég fann en svo er málið líka að prófa sig áfram eða gúgla fleiri myndbönd. Spólið 1 mín fram til að sjá dæmi um notkun. Fyrir hlaupara er skylda að rúlla ITB og er sýnt 2:40 mín inní videoið hvernig það er gert. Til að rúlla rassvöðva þá einfaldlega sestu á rúlluna en ef ég er t.d þreytt í mjóbaki eftir hjólreiðatúr þá dugir mér að losa um rassvöðva til að laga það.

 

Gallinn er að til að nota rúlluna á allan líkamann, þá þarftu að hafa nokkuð mikinn styrk í handleggjum og kviðvöðum þannig þettar hentar síður þeim sem hafa lítinn styrk. Það má líka líta á það sem kost því maður fær sterkari kvið, handleggi og betra jafnvægi með því að nota rúlluna.

Þú getur stýrt því hversu "djúpt" þú rúllar þig. Þú léttir álag með því að hafa annan fótinn á gólfinu eða setur meiri pressu með því að stafla fótunum ofan á hvorn annan. Eina sem mér finnst við kökukeflið eða álíka harðar rúllur er að það er full hart en eftir erfiða æfingu er betra að rúlla sig létt fremur en harkalega svo maður auki ekki ennfremur á niðurbrot vöðva. Þannig ég mæli frekar með flöskunni eða keyptri rúllu. Best er að vera þunnu teppi svo rúllan haldist stöðugri. Atvinnumenn fara gjarnan í ísbað strax eftir æfingu en rúlla sig svo á kvöldin. Hljómar spes og þú lítur út eins og hálfviti á rúllunni...en þetta svínvirkar og er ókeypis!