Heimasíða

Leiðangursmenn

Dagbók

Greinar

Kort af leiðinni

Útbúnaður

Fjallið

Gestabók

Styrktaraðilar

 
Útbúnaður


Þegar ráðist er í risavaxið verkefni eins og að klífa hæsta
fjall heims er reynt að auka möguleikana á að það heppnist
eins og hægt er. Óviðráðanlegir þættir eru margir, svo sem
slæmt veður, en búnað til að kljást við verkefnið er hægt að
hafa eins góðan og kostur er. Það er grundvallarmarkmið
leiðangursmanna við val á búnaði að hann sé svo góður að
ekki verði unnt að kenna honum um ef snúa þarf við. Í
þennan leiðangur er því leitast við að velja það besta og
hentugasta sem völ er á. Skátabúðin hefur útvegað útbúnað
í alla leiðangra og ferðir fjallgöngumannanna í gegnum árin
og gerir slíkt hið sama í þessa ferð á þak heimsins. Hér
gefur að líta það helsta í búnaði leiðangursmanna. Margt
af honum er svipað því sem þarf til að takast á við íslenska
veðráttu í versta ham, en annað er fáséðara hér.
   
Hlífðarfatnaður:
Íslenskur Cintamani hlífðarfatnaður,
hannaður og framleiddur af Foldu á
Akureyri í samvinnu við leiðangursmenn. Þessi fatnaður er sérlega þægilegur og auðveldur í notkun og einstaklega lipur.
     
  Dúngalli:
Sérsaumaður heilgalli frá Mountain Equipment úr sérvöldum dún og
efnum sem anda sérlega vel en eru algjörlega vindheld.
     
  Klifurlínur:
Notaðar eru tvær gerðir af línum. Teygjanlegar klifurlínur eru notaðar á milli manna í klifri en statískar eða óteygjanlegar línur eru festar á erfiðustu köflunum.

Klifurbúnaður:
Karabínur, línuklemmur til að fikra sig upp fastar línur, ísskrúfur og margt fleira.

  Undirföt:
Notuð eru ullarnærföt
frá Löffler, fóðruð með frottekenndu polyproplene. Þau eru hlý og flytja raka strax frá líkamanum. Nærbuxurnar eru líka fóðraðar til að vernda viðkvæmustu líkamshlutana.

Millifatnaður:
Millifatnaður er bæði úr fleece og ull og er af nokkuð mörgum
gerðum. Buxurnar eru smekkbuxur og peysurnar eru misþykkar
til að auðvelda að tempra hita og kulda.

Sólgleraugu:
Stormgleraugu með góðri veðurvörn og jöklagleraugu sem hindra
að útfjólubláir og innrauðir geislar sólar skaði sjónina.

Húfur:
Bæði lambhúshettur og aðrar húfur eru úr fleece og ullarefnum.
Einnig eru notaðar neoprene andlitsgrímur.

Dúnlúffur:
Úr sömu efnum og gallinn. Undir eru menn í ullarvettlingum og
ullarhönskum til að koma í veg fyrir kal þegar dúnlúffurnar eru
teknar af,t.d. við myndatöku.

Skór:
Notaðir eru sérhannaðir háfjallaskór með mikilli einangrun og
áfastri legghlíf. Sokkarnir eru bæði úr ull og gerviefnum.

Bakpokar:
Leiðangursmenn nota 60 lítra klifurpoka frá Karrimor og North
Face. Þeir eru léttir, hafa alla þá eiginleika sem sóst er eftir og
eru með einföldu burðarkerfi sem lítil hætta er á að bili.

Ísöxi og mannbroddar:
Þessi búnaður er frá Grivel og var valinn vegna þess að hann er
sérlega þægilegur í notkun og léttur.

Dúnsvefnpokar:
Dúnsvefnpokarnir eru
leiðangurspokar frá
Mountain Equipment.
Þeir eru úr sömu efnum
og dúngallarnir og eru
gefnir upp fyrir allt að
-40_C. Efst á fjallinu er
ekki óalgengt að
farið sé í pokana í öllum
fötunum. Dýnurnar eru
sjálfuppblásanlegar
loftdýnur frá
Therma Rest og Karrimat

Tjöld:
Á fjallinu eru einungis notuð þrautreynd og rúmgóð tjöld
frá North Face.

Efst.

© 1997 Morgunblaðið
Allur réttur áskilinn