Heimasķša

Leišangursmenn

Dagbók

Greinar

Kort af leišinni

Śtbśnašur

Fjalliš

Gestabók

Styrktarašilar

  Gestabók

Því miður hef ég ekki getað sent ykkur póst fyrr, en þið eruð þjóð og landi til sóma … þið eruð þjóðhetjur
Þorsteinn

Til hamingju med árangurinn strákar. Það var gaman að fylgjast með ykkur.Gangi ykkur vel í framtíðinni.
f.h. Deutsche Fischfang Union í Cuxhaven (dótturfyrirtæki Samherja, Akureyri),
Steinvör Þorleifsdóttir.

Til hamingju með að hafa náð toppnum þetta er frábær árangur
Elmar Bergþórsson

Björn, Hallgrímur, Einar, Hörður og Jón Þór.
Ég heiti Védís Ólafsdóttir og er ellefu ára. Ég er búin að fylgjast mikið með ykkur en hef ekkert komist í tölvu til þess að skrifa ykkur.Til hamingju með árangrinn.
Védís

Ég heiti Kalli og er í Laugarnesskóla og ég er 8 ára ég hef mikinn áhuga á fjallamennsku og fer í fyrstu fjallgönguna mína í sumar með pabba mínum upp á Esjuna.
Mér finnst þið mjög duglegir og kannski þegar ég er orðin stór og er orðinn æfður fjallamaður, þá langar líka til að klifra upp á Everest
Til hamingju með árangurinn og bestu kveðjur
Karl Reynir Geirsson
Laugarnesvegi 44

Hjartanlega til hamingju!
Vel gert. Allar þessar greinar á netinu, dagbók, myndir o.fl. Verður þetta ekki örugglega jólabókin í ár? Get ég pantað eintak strax?
Kveðja
Sveinn Kári, Glasgow.

Komið'i sælir höfðingjar og hetjur.
Starfsfólk skrifstofu Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur sendir ykkur hjartanlegar hamingjuóskir með að hafa sigrað hæsta fjall veraldar.
Komið'i heilir heim.
E.s. Bjössi minn, við sáum í bréfi til leiðangursins að menn eru byrjaðir að fyrirgefa þér ýmsa hluti. Við fyrirgefum þér líka að þú skuli koma of seint til vinnu. Við fyrirgefum þér líka þetta með skráningarforritið. Við fyrirgefum þér líka flest annað sem við þurfum að fyrirgefa þér.
Starfsfólk ÍTR F-11.

Til leiðangursmanna á Everest.
Sendum ykkur okkar hamingjuóskir með frábært afrek. Höfum verið með ykkur í huganum allan tímann, óskum ykkur góðrar heimkomu og hlökkum til að lesa ferðasöguna.
Kveðja frá Eskifirði,
Arngrímur Blöndahl
Guðjón Blöndahl
Guðjón Anton Gíslason

Sælir strákar.
Sendum ykkur okkar bestu óskir með frábæran árangur. Höfum fylgst með ykkur á netinu frá byrjun.
Kveðja
Starfmenn Baugs ehf.

Til hamingju með afrekið strákar. Hallgrímur, e.t.v. verður þetta til að einhverjir bætist við í Íslenska Alpaklúbbinn.
Bjarni Pálsson

Bjö Einar og Hallgrímur!
Til hamingju meš žennan glęsilega árangur. &Eactue;g er stoltur af ykkur. Megi heimferðin vera ykkur góð. Ég bið að heilsa ykkur fimmmenningum, sðrstaklega Bjössa Ólafs.
Birgir Hrafnkelsson

Hjálparsveit skáta Hveragerði sendir leiðangursmönnum öllum bestu kveðjur þá sérstaklega þeim þremenningum sérstakar toppkveðjur.
Bestu óskir um góða heimkomu.
H.S.S.H.

Einar, Björn og Hallgrímur.
Til hamingju með þetta frábæra afrek!
Einar, undir Akrafjalli, (aðeins 634 m) hefur verið gott vorveður að undanförnu, allt orðið grænt og allur klaki farinn. Það verður því ólíkt umhverfi sem bíður þín er þú kemur til starfa.
Kveðja, Ingvi, Pétur og Hörður

Sælir strákar!
Til hamingju með árangurinn, þetta var stórglæsilegt hjá ykkur. Hallgrímur.. til hamingju með afmælið á morgun. Þú ættir að vita hvað Elín hefur staðið sig vel. Ja bara eins og aðrir vinir og vandamenn. Andrúmsloftið í „skatahusinu" var ótrúlega rafmagnað nóttina sem þið fóruð upp. Þad bíða allir spenntir eftir heimkomunni.
Hafið það gott.
Kveðja, Hanna

Bestu hamingjuóskir með árangurinn úr Fiskakvíslinni til ykkar allra.
Ágúst og fjölsk.

Við látum okkur nægja að labba á Ými og hugsa til ykkar Everest faranna og látum ykkur um erfiðið. Til hamingju með árangurinn. Fyrir hönd fólksins í Miðdal,
Stefán Jökull
Einar Helgason

Til hamingju med þrekvirkið. Ég hef setið spenntur við tölvuna og fylgst með hverju spori, maður getur ekki annað en verið hreykinn af ykkar afreki og því ad vera Íslendingur á stundu sem þessari. Gangi ykkur sem allra best á leiðinni niður og svo heim! „Stay warm" eru
skilaboðin frá vinnufélögunum mínum hérna við North Texas háskólann.
Kær kvedja, Siggi Gunnlaugs (HSSG) í Dallas, Texas.

Sælir afreksmenn,
Vildi óska ykkur innilega til hamingju með þennan merka áfanga Íslandssögunnar. Við erum öll stolt af ykkur.
Með vinsemd og virðingu frá Akureyri,
Jóhann V.Norðfjörð
jonor@nett.is

Hæ og hó
Ég vil óska ykkur til hamingju með að hafa komist upp á Topp :) (**** Til hamingju allir Íslendingar á Everest-fjalli ****) og ég vil líka óska "afmælisbarninu" til hamingju :) nefnilega 31 árs :)
(**** til hamingju Hallgrímur ****) ég læt fylgja með afmælissöngin Vonandi eruð þið með hljóðkort:):) einnig er þarna bendill (.cur) sem hægt er að nota :):):):):)
Ég sendi 2. svona bréf til að þið fáið nú örugglega þetta e-mail :)
Theodór Akureyri

Það hefur löngum verið sagt að það næði um menn á toppnum, en þið látið það vonandi ekki mikið á ykkur fá. Þetta afrek er frábært, þakkir til ykkar allra að deila þessu með okkur hinum sem lítum upp til ykkar, í orðsins fyllstu merkingu!
Með skátakveðju, Maríanna Garðarsdóttir

Ef maður fann einhvern tíma fyrir þjóðarstolti þá var það þegar þið náðum toppnum. Þið eruð „hraustir menn".
Hamingjuóskir,
Ásgeir, Mosfellsbæ

Til hamingju með árangurinn.
Villi
Akureyri

Til lukku með „toppinn" strákar. Gangi ykkur vel heim.
HSG

Til hamingju
Hjartanlegar hamingjuóskir með afrek ykkar við erum stolt af ykkur. Komið heilir heim.
Svæðisstjórn svæði 1.
Hörður Már Harðarson

Fjallakóngar, Hallgrímur og Hörður og hinir strákarnir, Ykkur tókst að sigra fjallið. Það var stórkostlegt. Til hamingju með það. Sérstakar árnaðaróskir til Hallgríms.
Bagga og Golli
Es.: Ég hef líka fengið upphringingar og hamingjuóskir fyrir að eiga svona frábæra frændur. Hlakka til að sjá ykkur.
Bagga
Hér kemur líka kær kveðja frá Sigga, Snorra og Böggu litlu.

Hallgrímur!
Til hamingju með afmælið. Hamingjuóskir til ykkar allra með árangurinn.
Árni Páll, Jóna Bryndís og Andri Hrafn.

Hamingjuóskir frá Bangkok
Við óskum ykkur til hamingju með afrekið. Það hefur verið frábært að fylgjast með ferðinni á heimasíðunni. Góða ferð heim á Frón.
Katla Skúladóttir og Nick Adams

Bangkok
Björn frændi og félagar
Til hamingju með afrekið. Ekki dónalegt að geta stært sig af frændseminni, þó við höfum sennilega aldrei sést. Óskum ykkur góðrar ferðar heim og Hallgrími til hamingju með afmælið, en passið að Jeti mæti ekki í veisluna!
E Jóhannes Einarsson og co Hornafirði

Sælir strákar.
Innilega til hamingju með árangurinn og takk fyrir kortið. Hallgrímur til hamingju með afmælið.Megið þið eiga góða heimferð.
Kær kveðja: Gunni Vald, Lára, Jón Pétur og Arnar.

Einar, Hallgrímur og Björn.
Sælir fjallagarpar og þjóðarhetjur. Til hamingju með afrekið, sem mun verða minnst um ókomin ár. Af öðrum íþróttarafrekum, þá voru handboltastrákarnir að vinna Litháa (21-19).
Ingvar Baldursson, HSSK.

Hallgrímur og Hörður, Allt er gott, ef endirinn er góður. Samgleðjumst ykkur og félögum ykkar og sendum ykkur hjartanlegar hamingju- og heillaóskir, sérstakar afmælisóskir til Grímsa. Góðar kveðjur,
Ásta, Skúli og Sylvía

Sælir drengir.
Það er ekki oft sem maður brosir allan hringinn fyrir fyrsta kaffisopann snemma morguns en 21.sl. brosti maður og ljómaði sem aldrei fyrr. Til hamingju, hvað er annað hægt að segja ? Ég ætla nú bara að leggja inn pöntun á árituðu plakati fyrir Skjöldunga af þessu einstæða afreki ykkar. Það myndi sóma sér vel upp á vegg fyrir erlenda gesti til að dást að og litlu skátana að líta upp til.
Bestu kveðjur,
Sigu.

Kæru Everestfarar, Björn, Einar og Hallgrímur.
Við fjölskyldan að Digranesheiði 29 Kóp. óskum ykkur innilega til hamingju með þetta frábæra afrek, að komast á toppinn á hæsta tind heims.
Gangi ykkur sem allra best á leiðinni niður.
Bestu kveðjur,
Jórunn Jónsdóttir, Gunnlaugur A. Björnsson, Sólveig Helga
Gunnlaugsdóttir og Björn Ari Gunnlaugsson.

Til hamingju strákar með þetta frábæra afrek. Við vonum að þið séuð allir hressir og að heimferðin gangi vel.
Gagga, Gummi og fjölskylda.

Heilir og sælir!
Biðst afsökunar á hversu seint þessar hamingjuóskir koma. Við í Björgunarsveitinni Kyndli Mosfellsbæ viljum óska ykkur til hamingju með þetta glæsilega afrek. Við værum örugglega búnir að fara á Everest en snjóbílarnir ganga frekar illa í svona mikilli hæð.
Fyrir hönd Björgunarsveitarinnar Kyndils
Baldur Hauksson

Kæru leiðangursmenn! Til hamingju með þennan frábæra árangur! Gangi ykkur vel niður!
Kær kveðja
Harpa á Reyðarfirði

Til hamingju strákar.
Þið settuð ykkur markmið að komast á toppinn, við líka … eigum bara eftir að komast þangað. Haldið áfram að príla.
Kveðja,
Körfuboltastrákar á Akranesi.

Kveðja frá Hvammstanga
Halló strákar!
Hjartanlega hamingjuóskir með að ná toppnum,þið stóðu ykku aldeilis frábærlega. Svo eru menn að gapa yfir boltaleikjum hvað er þetta þá ? Stærsta afrekið! (ekki satt?)
Kveðja frá mæðginum á Hvt, þeim Ragnari Sigurði og Gunnu Jóh

Íslendingar staddir í Himalaya. Til hamingju með að komast upp brekkuna, sem ég efaðist ekki um að ykkur tækist, ef veður gæfist. Hallgrímur lifðu heill og hátt á afmælisdaginn.
Við sjáumst 3.júní.
Kær kveðja,
Smári Kristjánsson.

Eldri bréf

 

© 1997 Morgunblašiš
Allur réttur įskilinn