Haraldur Örn - haus
Þú ert hér: Haraldur Örn > Smjörhnúkur
29. júní 2010

Smjörhnúkur

SmjorhnukurSmjörhnúkur og Tröllakirkja eru fallegir tindar í nágrenni Hítarvatns sem ekki margir þekkja. Óhætt er að mæla með þessum glæsilegu tindum en ekki eru eggjar Smjörhnúks fyrir lofthrædda. Þar er einstigi á köflum og betra að vera fótviss. Tröllakirkjan er hins vegar flöt að ofan og þægileg uppgöngu. 

Til að komast að þessum fallegu fjöllum er fyrst ekið að Hítarvatni og síðan að Þórarinsdal. Þar hefst gangan og er haldið beint upp vesturhrygg Smjörhnúks og síðan eftir eggjunum. Þegar komið er niður af Smjörhnúk er haldið beint áfram á Tröllakirkju. Til baka er hægt að fara niður fyrir Smjörhnúk sunnan megin og þaðan niður í Þórarinsdal.