Haraldur Örn - haus
8. mars 2010

10 góð ráð fyrir erfiðari fjallgöngur

Mt_Blanc_2006-3Fyrir erfiðari fjallgöngur er algengt að fólk verði stressað og fái kvíðahnút í magann. Þetta er fullkomlega eðlilegt enda finna flestir fyrir þessum einkennum. Einkum finnur fólk fyrir þessu sem er að takast á við stærri áskorun en það hefur gert áður. Eftir því sem ferðunum fjölgar og reynslan eykst eflist sjálfstraustið og ánægjan af fjallgöngunni. Hér eru nokkur einföld ráð sem ég hef fyrir þá sem eru til dæmis að fara á Hvannadalshnjúk í fyrsta skipti.

  • Hvíla í 5 daga fyrir göngu
  • Reyna að ná góðum svefni 5 nætur fyrir göngu
  • Drekka vel af vatni áður en lagt er af stað í göngu
  • Setja á sig sólaráburð í upphafi ferðar og síðan reglulega alla gönguna
  • Setja íþrótta-plástur (sports-tape) á hæla fyrir göngu
  • Halda þyngd bakpokans í skefjum
  • Fara úr fatnaði ef þú ferð að svitna
  • Fylgjast vel með eigin líðan og bregðast strax við ef vanlíðan kemur upp
  • Hafa stoppin stutt og nýta þau vel, t.d. borða, drekka, setja á sig sólaráburð
  • Og umfram allt ganga með jöfnum hraða