Haraldur Örn - haus
Þú ert hér: Haraldur Örn > Sjáið Tindinn
4. mars 2010

Sjáið Tindinn

TindurinnAllir þekkja Hraundranga í Öxnadal og margir þekkja Þumal ofan við Morsárdal í Öræfum. Þetta eru glæsilegir tindar sem voru taldir ókleifir á sínum tíma. Þeir voru þó báðir klifnir að lokum og leggja nokkrir hópar leið sína á þá árlega.

Það eru til fleiri álíka glæsilegir tindar. Færri þekkja Tindinn í Tindfjöllum. Fjallamenn sem ganga á Tindfjöll renna þó flestir hýru auga til hans. Til  að komast á hann þarf þó að takast á við nokkuð klifur sem telst þó ekki erfitt ef snjór og ís er traustur. Auk reynslu af klifri þarf að hafa til klifursins ísaxir, mannbrodda, klifurlínu og ísskrúfur svo eitthvað sé nefnt. 

Það er sérstök tilfinning að standa á þessum glæsilega tindi. Útsýnið er mikilfenglegt yfir Eyjafjallajökul, Þórsmörk og til Vestmannaeyja. Hér til hægri er hægt að sjá fleiri myndir af Tindinum í Tindfjöllum.