Haraldur Örn - haus
Þú ert hér: Haraldur Örn > Þverártindsegg
29. apríl 2010

Þverártindsegg

ThverartindseggÞverártindsegg er 1.554 metra há og eitt af glæsilegustu fjöllum landsins. Eggin rís hátt yfir Kálfafellsdal í Suðursveit. Hægt er að velja um tvær leiðir á fjallið. Annars vegar er hægt að fara upp úr sjálfum Kálfafellsdalnum en hins vegar er hægt að ganga frá bænum Reynivöllum. Leiðin úr Kálfafellsdal er töluvert brattari. Þá er farið úr Eggjadal sem er hliðardalur frá Kálfafellsdal. Gengið er upp brattar hlíðar meðfram skriðjöklinum Skrekk. Þegar uppfyrir hann er komið er jökullinn þveraður og síðan haldið upp á eggina sjálfa. Leiðin frá Reynivöllum er minna brött en til að fara upp á eggina þar að klífa bratt og laust klettabelti. Útsýnið á tindinum er ólýsanlegt en þar má meðal annars sjá Öræfajökul, Breiðamerkurjökul og Esjufjöll svo eitthvað sé nefnt.

Vaxandi áhugi er á Þverártindsegg en rétt er að benda á að þessi fjallganga er ekki nema fyrir þá sem hafa góða reynslu af fjallgöngum. Æskilegt er að hafa til dæmis áður gengið á Hvannadalshnúk og Hrútsfjallstinda áður en lagt er á Þverártindsegg.