Haraldur Örn - haus
10. maí 2010

Á toppi tilverunnar

Northpole-16Í dag eru nákvæmlega 10 ár frá því að ég náði Norðurpólnum eftir tveggja mánaða úthald á Norður-Íshafinu. Að baki voru 770 kílómetrar í loftlínu en gengin vegalengd var mun lengri. Ég hef líklega aldrei verið jafn þreyttur enda hafði ég gengið í 32 klukkustundir án hvíldar síðasta áfangann. Síðustu dagarnir voru mjög erfiðir meðal annars sökum þess að ísinn var að reka á móti mér í allt að eins kílómeters hraða á klukkustund. Ítarleg umfjöllun um ferðina á Norðurpólinn er að finna á heimasíðu Fjallafélagsins.

Bendi einnig á viðtal við okkur Ingþór Bjarnason í Morgunútvarpi Rásar 2 á föstudaginn sem má nálgast hér.